Norræni skjaladagurinn er haldinn ár hvert annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“ sem vísar til þess að í skjalasöfnunum eru merkilegar heimildir um sögu landsins og mannlíf. Þar getur hver og einn fundið sinn fjársjóð.
Að venju voru skjalasöfnin með sameiginlegan vef með margvíslegum fróðleik tengdum þema dagsins. Þar var Héraðsskjalasafnið á Akureyri með tvo pistla með yfirskriftinni Möðrufellslangloka og Lengi er von á einum, með frásögnum af því hvernig tveir gestir safnsins fundu sína fjársjóði.