Í byrjun nóvember setti starfsfólk safnsins upp sýningu í tilefni af norræna skjaladeginum 2024, sem er haldinn annan laugardag í nóvember.
Vinna við sýninguna hófst strax í byrjun október þegar ljóst var að sameiginlegt þema héraðsskjalasafna á Íslandi á skjaladaginn í ár yrði „Sjúkdómar, þjáning og dauði".
Starfsfólkið fann til ýmis skjöl sem tengdust þemanu og í þetta sinn dugði ekki að hafa skjöl til sýnis í sýningarkössum, heldur var líka settur saman fróðleikur og prentaður á skilti. Einnig er mikill fjöldi af minningarkortum og sálmaskrám til á safninu og voru mörg þeirra mynduð og gerð glærusýning.
Seinna meir mun þessi fróðleikur og fleiri myndir af sýningunni verða birt hér á heimasíðunni okkar.
Þangað til er fólk velkomið í sýningarrýmið í Brekkugötu 17 til að berja dýrðina augum. En sýningin mun standa til loka nóvember.