Í gær hélt Félag héraðsskjalavarða á
Íslandi fræðslufund um skjalamál grunnskóla. Fundurinn var haldinn í Háskólafélagi Suðurlands á Selfossi í gegnum
fjarfundabúnað og alls voru rúmlega 60 þátttakendur á fundinum. Af þeim voru 10 þátttakendur saman komnir í Símey á
Akureyri. Fundurinn verður endurtekinn í október þar sem margir skjólastjórar voru uppteknir í dag vegna anna í upphafi skóla. Það
voru starfsmenn menntasviðs Reykjavíkurborgar og Borgarskjalasafns sem fluttu erindi á fundinum og nánar má lesa um hann á síðu Félags
héraðsskjalavarða hér.