Nú er unnið að gerð samskrár yfir einkaskjöl í skjalasöfnum landsins. Nefnd skipuð fulltrúum frá Héraðsskjalasafninu á
Akureyri, Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni
hefur unnið að undirbúningi
skrárinnar og sér Þjóðskjalasafnið um að safna saman skráningunum í eina heildarskrá sem síðan verður aðgengileg
á netinu. Þetta er hið þarfasta verk því að skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja liggja í söfnum víða og ekki er
auðvelt að vita hvað er hvar og skjöl hverra hafa skilað sér inn á söfn.
Í skránni verða upplýsingar um viðkomandi skjalamyndara, hvert var hans starfssvæði, í hvaða safni skjölin liggja og yfir hvaða
tímabil þau ná og í sumum tilfellum ennþá nánari upplýsingar svo sem hvaða skjöl þetta eru og hversu mikil þau eru að
umfangi.
Héraðsskjalasafnið á Akureyri mun skila inn í þessa skrá nöfnum um 350 einstaklinga og um 415 félaga í fyrstu lotu, en síðar
má búast við ítarlegri viðbótarupplýsingum og viðbótum eftir því sem fleiri skila sínum skjölum til safnsins.