frá ráðstefnunni í Rósenborg
Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem haldin er í Rósenborg gekk vel fyrir sig í dag, þar kom margt
fróðlegt, gagnlegt og skemmtilegt fram sem fundarmenn taka heim með sér. Fjallað var um skjalavörslu grunnskólanna, ljósmyndaskráningu á
söfnunum, sameiginleg söfnunarátök, aðfangaskráningu og rannsóknir á skjalasöfnunum svo nokkuð sé nefnt.
Í kvöld verður Menningarhúsið Hof skoðað og kvöldverður snæddur á 1862 Bistro. Ráðstefnan heldur síðan áfram kl
9:00 í fyrramálið og stendur til kl. 17:00.