Þann 30. desember sl. voru auglýstar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila og tóku þær gildi þann 1. janúar 2011.
Reglurnar gilda m.a. um sveitarfélög, stofnanir þeirra og nefndir, svo og alla aðra sem skilaskyldir eru til héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns.
Reglur þessar gilda um embætti forseta Íslands, Alþingi, Hæstarétt, dómstóla, Stjórnarráðið og þær stofnanir sem undir það heyra, svo og aðrar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í eigu ríkisins, sveitarfélög og afhendingarskylda aðila á þeirra vegum,sbr. 5 gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.
Reglurnar gilda um frágang og skráningu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila, sem ber að afhenda Þjóðskjalasafni Íslands að jafnaði eigi síðar en þegar þau hafa náð þrjátíu ára aldri sbr. 6. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar sem héraðsskjalasöfn eru starfandi skulu sveitarfélög og afhendingaskyldir aðilar þeirra afhenda pappírsskjalasöfn sín til viðkomandi héraðsskjalasafns.
Nánari upplýsingar eru í reglunum sjálfum sem nálgast má hér.