Meginverkefni stýrihópsins er að halda utan um samstarfsverkefni safnanna, sem ber heitið Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR). Hluti af þeirri vegferð er að taka saman upplýsingar á einn stað um héraðsskjalasöfnin, hlutverk þeirra og lagalega stöðu.
Einnig er í skýrslunni fjallað um MHR og hvernig skipa má rafrænni skjalavörslu sveitarfélaganna til framtíðar.
Eftirtaldir héraðsskjalverðir skipa stýrihópinn, en alls eru 19 héraðsskjalasöfn á landinu aðilar að samstarfinu. Höfundar skýrslunnar eru auðkenndir með feitletrun en hana má lesa hér.
Erla Dís Sigurjónsdóttir - Héraðsskjalasafn Akraness
Hrafn Sveinbjarnarson - Héraðsskjalasafn Kópavogs
Lára Ágústa Ólafsdóttir - Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Sólborg Una Pálsdóttir - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Stefán Bogi Sveinsson - Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Þorsteinn Tryggvi Másson - Héraðsskjalasafn Árnesinga