Starfsmenn Þjóðskjalasafns voru á ferð norðan heiða í síðustu viku, þ.e. þriðjudaginn 7. sept.
Þessi heimsókn var sú fyrsta af mörgum slíkum, því að stefnt er á að heimsækja öll héraðsskjalasöfnin á
næstu mánuðum. Héraðsskjalasafnið á Akureyri var fyrst heimsótt og farið yfir stöðu mála hjá
safninu. Í kjölfarið var fundað með sveitarstjórnarmönnum þeirra svæða sem eiga aðild að rekstri safnsins. Það eru
Akureyrarbær, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit.
Sérstök áhersla var lögð á leiðbeiningahlutverk héraðsskjalasafna með skjalavörslu sveitarfélaganna og skil afhendingarskyldra
aðila á skjalasöfnum sínum til safnanna. Undirbúningur varðandi skil á rafrænum skjalasöfnum er að stíga sín fyrstu skref og voru
þau málefni kynnt auk reglna Þjóðskjalasafns um skjalavörslu sem nýverið voru birt í Stjórnartíðindum. Næst var haldið til Dalvíkur og fundað með héraðsskjalaverði og starfsmanni safnsins auk bæjarstjóra, bæjarráði og
menningarmálaráði Dalvíkur. Sjá myndir og nánari umfjöllun á: http://www.skjalasafn.is