Fleiri manntöl nú á netinu

Fleiri manntöl Akureyrarbæjar eru nú orðin aðgengileg á netinu.
Seinustu ár hefur Héraðsskjalasafnið á Akureyri fengið styrki frá Þjóðskjalasafni Íslands í svokallað miðlunarverkefni. Verkefnið felur í sér að teknar eru myndir af ákveðnum skjölum á safninu og eru þau birt á skjalavef safnsins.
Á skjalavefnum er hægt að skoða myndir af elstu gjörða-, bréfa- og virðingabókum sveitarfélaga, gjörðabókum sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, gjörðabókum margra félaga á safnsvæðinu, manntölum á Akureyri 1902 - 1949 og ýmsu fleiru. Í október 2024 hófst nýjasta lotan í þessu verkefni þegar að starsfólk safnsins tók til við að ljósmynda og vinna myndir af manntölum Akureyrarbæjar frá árunum 1944 - 1949. Því verkefni lauk í vikunni með því að manntölin voru birt á skjalavefnum og má finna þau hér.

Skjalavefurinn opnaði 2017 og er heildarfjöldi mynda á honum tæplega 94 þúsund.