Enn er haldið áfram undir yfirskriftinni ,,Skjöl eru skemmtileg“. Í ágústmánuði eru það skjöl frá árinu 1943 sem eru til sýnis á 1. hæðinni en fyrir valinu urðu námsbækur Pálma Brynjólfssonar frá Teigi. Pálmi var fæddur 26. febrúar 1931 en lést 2. apríl 1945, fjórtán ára að aldri.
Teigur var í Hrafnagilshreppi en skólaárið 1943-44 var kennt á tveimur stöðum í hreppnum, í Hvammi fyrir börn í nyrðri hlutanum og í Hólshúsum fyrir börnin sunnar. Sigurður Gunnar Jóhannesson, seinna bóndi í Litla-Hvammi og Hrafnagili, annaðist kennsluna og Jón Kristjánsson frá Espigrund kenndi söng. Kennt var annan hvorn dag á hvorum stað en skólahald hófst 14. og 15. október og lauk 17. og 18. apríl.