Teikning af Möðruvallakirkju
Biskup Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og
varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu. Efnt er til þessa átaks til þess að hvetja sóknarnefndir til að varðveita sögu sína
með öruggum hætti.
Með því að koma skjölunum á næsta héraðskjalasafn er því komið til leiðar að skjölin varðveitast á
öruggum stað. Forsvarsmenn sóknarnefnda, og þeir sem hafa undir höndum skjöl sóknarnefnda, eru því hvattir til að hafa samband við
næsta héraðskjalasafn varðandi nánari upplýsingar eða til að koma skjölunum þangað til varðveislu.
Sjá einnig nánari
fréttatilkynningu.