Farandsýningin "Vér heilsum glaðar framtíðinni" var opnuð 2. nóvember 2015 í húsi Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns, en hún var hluti samnefndrar sýningar er opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 16. maí það ár.
Sýningin var liður í því að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi.
Hluti sýningarspjaldanna í Þjóðarbókhlöðu var prentaður sérstaklega og söfn víðsvegar um landið fengið þau til afnota og bjuggu til sýningar með eigin efni úr héraði.
Bætt við skjölum úr geymslum Héraðsskjalasafnsins með efni sem tengja mátti sýningunni og einnig var sett upp myndasýning af konum í stjórnmálum, bæði þingkonum á Norðurlandi eystra og konum í sveitarstjórnum.
Sýningin stóð út nóvember.